• Saffransrisotto
  • 1 1/2 líter vatn
  • 1 teningur grænmetiskraftur
  • 1 dl hvítvín
  • 1 stk laukur
  • 75 g smjör
  • 6 dl arborio hrísgrjón
  • nokkrir saffran þræðir (má nota turmeric krydd í staðinn ¼ tsk )
  • 2 dl rifinn parmesanostur
  • salt og pipar
  • Myntujógúrt
  • 2 dl jógúrt
  • 1 stk hvítlauksrif
  • 2 msk söxuð fersk mynta (má vera þurrkuð)
  • 1 msk hunang
  • Salt og pipar

Aðferð:

Setjið vatn í pott ásamt grænmetistening og hvítvíni og látið suðu koma upp, stillið hita á lægstu stillingu.

Fínsaxið lauk og setjið í pott með smjöri ásamt saffran og hrísgrjónum og létt steikið saman. Hellið grænmetisog hvítvínsoði saman við hrísgrjónin en samt einungis ca. 1 dl í einu og hrærið vel í á milli þetta tekur ca.20-25 mín. Hrísgrjónin skulu vera vökvalaus og límast vel saman

 

Blandið hráefni sem fara skal í myntujógúrt og hrærið vel, kælið.

 

Hitið pönnu með olíu eða smjöri og steikið bollurnar í ca. 5.mín.

Blandið rifna parmesanostinum saman við hrísgrjónin og smakkið til með salti og pipar.

Berið fram með risotto og myntujógúrt.